LAN-skattur kynntur til sögunnar í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 10:56 Sænskir tölvuleikjaunnendur munu nú þurfa að sæta skattlagningu á LAN-mótum. AFP Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira