Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 2-3 | Blikar áfram Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 28. júní 2013 16:04 Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndist sínum gömlu félögum í ÍBV erfið en hún átti stóran þátt í 3-2 sigri Breiðabliks í Eyjum í kvöld. Þar með er ljóst að Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna en hinir leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram í kvöld. Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í fyrra og líkt og þá sóttu Blikastelpur sigur og komu sér í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld var í vægast sagt fjörugur þar sem mörkin komu í öllum regnbogans litum. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 12 mínútur en þar var að verki Þórhildur Ólafsdóttir sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Þá var komið að einu af mörkum sumarsins frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði frá um það bil 40 metrum frá hliðarlínunni ótrúlegt mark en það er spurning hvort Bryndís Lára hefði getað gert betur í marki Eyjakvenna. Hvítklæddar Eyjakonur létu það ekki á sig fá og svöruðu stuttu seinna en þar var að verki Shaneka Gordon sem tók vel á móti boltanum og lagði hann framhjá Mist í markinu. Seinni hálfleikur var eign Blikastúlkna en Berglind Björg, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði bæði mörk Blika og tryggði gestunum sigur. Það fyrra úr vítateignum eftir frábæra móttöku og það seinna úr aukaspyrnu af um það bil 25 metrum, þar sem Bryndís hefði getað gert betur í markinu. Sigurinn fleytir Blikastelpum í undanúrslitin í Borgunarbikarnum en þar geta þær mætt Þór/KA, ásamt sigurvegurum úr leik Stjörnunnar og Vals og úr leik HK/Víkings og Fylkis. Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið en geta þó farið að einbeita sér að deildinni þar sem þeim hefur gengið prýðilega.Berglind Björg: Ég get skorað úr þessum aukaspyrnum „Þetta var virkilega sætt, það er mjög erfitt að koma hérna á Hásteinsvöll og þá sérstaklega í grænu treyjunni þar sem ég hef alltaf spilað í þeirri hvítu,“ voru fyrstu orð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir 2-3 sigur Blika á ÍBV á Hásteinsvelli nú rétt í þessu. Berglind er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þetta því verið rosalega sætur sigur fyrir hana. „Hlynur sagði fyrir nokkrum leikjum síðan að ef að við myndum ekki fara að skora úr þessum aukaspyrnum þá myndi hann skipta um spyrnumenn, en ég sýndi honum í dag að ég get skorað úr þessum aukaspyrnum,“ hélt Berglind áfram en hún skoraði tvö mörk í þessum leik en annað þeirra var stórglæsilegt úr aukaspyrnu. Berglind spilaði fyrir ÍBV í fyrra þegar að Blikar unnu sigur eftir vítakeppni og æsispennandi leik. Berglind sagðist hafa verið hrædd um að leikurinn myndi enda í vítakeppni í lokin en hún sagðist ekki hafa verið stressuð. „Þetta gefur mikið sjálfstraust í klefann, við eigum Stjörnuna á mánudaginn og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Berglind að lokum en hún lítur björtum augum á framhaldið í deildinni.Hlynur Svan: Formið á liðunum kom í ljós í seinni hálfleik „Þetta var rosalega sætt, það er mjög erfitt að koma hingað til Vestmannaeyja og gera eitthvað á þessum erfiða útivelli á móti erfiðu liði,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson eftir 2-3 sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag. „Þetta var rosalega fallegt mark, við vorum búin að tala um þetta fyrir leik að hún ætti að koma sér rétt inn fyrir miðju og nýta sér þennan vind með því að skjóta á markið,“ sagði Hlynur en Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði frábært mark í dag, langt fyrir utan frá hliðarlínunni. „Í seinni hálfleik þá kom í ljós formið á liðunum, þess vegna gátum við haldið uppi sama tempo-i og í fyrri hálfleik sem þær gerðu ekki,“ bætti Hlynur við en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimastúlkum en það snerist svo sannarlega við í seinni hálfleik. „Það er rosalega sætt að vera komin áfram, þessi sigur telur ekkert nema að við verðum bikarmeistarar, því að aðeins eitt lið verður bikarmeistari,“ voru lokaorð Hlyns sem að var líflegur á hliðarlínunni að vanda. Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndist sínum gömlu félögum í ÍBV erfið en hún átti stóran þátt í 3-2 sigri Breiðabliks í Eyjum í kvöld. Þar með er ljóst að Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna en hinir leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram í kvöld. Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í fyrra og líkt og þá sóttu Blikastelpur sigur og komu sér í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld var í vægast sagt fjörugur þar sem mörkin komu í öllum regnbogans litum. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 12 mínútur en þar var að verki Þórhildur Ólafsdóttir sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Þá var komið að einu af mörkum sumarsins frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði frá um það bil 40 metrum frá hliðarlínunni ótrúlegt mark en það er spurning hvort Bryndís Lára hefði getað gert betur í marki Eyjakvenna. Hvítklæddar Eyjakonur létu það ekki á sig fá og svöruðu stuttu seinna en þar var að verki Shaneka Gordon sem tók vel á móti boltanum og lagði hann framhjá Mist í markinu. Seinni hálfleikur var eign Blikastúlkna en Berglind Björg, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði bæði mörk Blika og tryggði gestunum sigur. Það fyrra úr vítateignum eftir frábæra móttöku og það seinna úr aukaspyrnu af um það bil 25 metrum, þar sem Bryndís hefði getað gert betur í markinu. Sigurinn fleytir Blikastelpum í undanúrslitin í Borgunarbikarnum en þar geta þær mætt Þór/KA, ásamt sigurvegurum úr leik Stjörnunnar og Vals og úr leik HK/Víkings og Fylkis. Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið en geta þó farið að einbeita sér að deildinni þar sem þeim hefur gengið prýðilega.Berglind Björg: Ég get skorað úr þessum aukaspyrnum „Þetta var virkilega sætt, það er mjög erfitt að koma hérna á Hásteinsvöll og þá sérstaklega í grænu treyjunni þar sem ég hef alltaf spilað í þeirri hvítu,“ voru fyrstu orð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir 2-3 sigur Blika á ÍBV á Hásteinsvelli nú rétt í þessu. Berglind er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þetta því verið rosalega sætur sigur fyrir hana. „Hlynur sagði fyrir nokkrum leikjum síðan að ef að við myndum ekki fara að skora úr þessum aukaspyrnum þá myndi hann skipta um spyrnumenn, en ég sýndi honum í dag að ég get skorað úr þessum aukaspyrnum,“ hélt Berglind áfram en hún skoraði tvö mörk í þessum leik en annað þeirra var stórglæsilegt úr aukaspyrnu. Berglind spilaði fyrir ÍBV í fyrra þegar að Blikar unnu sigur eftir vítakeppni og æsispennandi leik. Berglind sagðist hafa verið hrædd um að leikurinn myndi enda í vítakeppni í lokin en hún sagðist ekki hafa verið stressuð. „Þetta gefur mikið sjálfstraust í klefann, við eigum Stjörnuna á mánudaginn og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Berglind að lokum en hún lítur björtum augum á framhaldið í deildinni.Hlynur Svan: Formið á liðunum kom í ljós í seinni hálfleik „Þetta var rosalega sætt, það er mjög erfitt að koma hingað til Vestmannaeyja og gera eitthvað á þessum erfiða útivelli á móti erfiðu liði,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson eftir 2-3 sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag. „Þetta var rosalega fallegt mark, við vorum búin að tala um þetta fyrir leik að hún ætti að koma sér rétt inn fyrir miðju og nýta sér þennan vind með því að skjóta á markið,“ sagði Hlynur en Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði frábært mark í dag, langt fyrir utan frá hliðarlínunni. „Í seinni hálfleik þá kom í ljós formið á liðunum, þess vegna gátum við haldið uppi sama tempo-i og í fyrri hálfleik sem þær gerðu ekki,“ bætti Hlynur við en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimastúlkum en það snerist svo sannarlega við í seinni hálfleik. „Það er rosalega sætt að vera komin áfram, þessi sigur telur ekkert nema að við verðum bikarmeistarar, því að aðeins eitt lið verður bikarmeistari,“ voru lokaorð Hlyns sem að var líflegur á hliðarlínunni að vanda.
Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira