Viðskipti erlent

Xbox One kemur á markað í nóvember

Microsoft hélt í dag risakynningu á nýjustu leikjatölvu sinni, Xbox One, á E3-ráðstefnunni í Los Angeles.

Fyrirtækið kynnti tölvuna til sögunnar í maí en í dag var haldin kynning á vinsælum leikjum sem prýða hana strax í haust, m.a. Halo (hægt er að sjá sýnishorn í spilaranum hér fyrir ofan), Minecraft, Metal Gear Solid og fleiri.

Á YouTube-síðu Xbox er hægt að horfa á sýnishorn úr þeim leikjum sem kynntir voru í dag.

Þá var hulunni svipt af útgáfudeginum og verði tölvunnar. Hún kemur á markað í nóvember og mun kosta 499 dollara í Bandaríkjunum og 499 evrur í Evrulöndum.

Tæp átta ár eru síðan forveri Xbox One, Xbox 360, kom út. Xbox One hefur því verið beðið með óþreyju af aðdáendum Xbox-leikjavélanna en hún er sú þriðja í röðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×