Sport

Tebow á leið til Boston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Einn umtalaðasti leikmaður NFL-deildarinnar, leikstjórnandinn Tim Tebow, er á leið til stórliðsins New England Patriots.

Tebow mun líklega semja formlega við Patriots á morgun en hann var á mála hjá New York Jets síðastliðið tímabil, þar sem hann fékk lítið að spila í sinni óskastöðu.

Hann er þó fjölhæfur leikmaður og getur leyst hinar ýmsar stöður á vellinum. Það er talin helsta ástæða þess að hinn þaulreyndi þjálfari Patriots, Bill Belichick, vill fá hann til liðs við félagið.

Tebow hóf ferilinn hjá Denver Broncos árið 2010 en sló í gegn á sínu öðru ári þar. Hann tók við leikstjórnendastöðunni í sjöttu umferð og kom liðinu í úrslitakeppnina eftir marga ótrúlega sigra.

Tebow verður þriðji leikstjórnandi hjá Patriots en þar er Tom Brady, einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna, aðalstjarna liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×