Kastarinn ungi Hilmar Örn Jónsson úr ÍR bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti í flokki 16-17 ára á móti í Kaplakrika í gær.
Hilmar Örn kastaði sleggjunni 72,87 metra og bætti sig um 1,25 metra. Eldra metið setti hann þann 22. maí.
Hilmar Örn hefur fjórbætt met sitt í aldursflokknum með 5 kg sleggjunni. Metið var 57 metrar þegar Hilmar bætti það fyrst. Hilmar er einnig handhafi Íslandsmetanna í 14 og 15 ára flokknum.
Öll úrslitin af mótinu má sjá hér.

