Luke Donald í forystu | Flott högg á fyrsta degi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2013 10:15 Englendingurinn Luke Donald hafði forystu þegar hætta þurfti keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi vegna myrkurs. Áður hafði leik tvívegis verið frestað vegna veðurs og á meirihluti kylfinga því eftir að ljúka fyrsta hring. Þeirra á meðal er Donald sem er á fjórum höggum undir pari eftir 13 holur. Donald fékk fugl á þremur holum í röð áður en fresta þurfti leik. Vafalítið svekkjandi fyrir þann enska sem var í miklu stuði. Á hæla Donald koma Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson og Ástralinn Adam Scott á þremur undir pari. Mickelson er einn fárra í efri hlutanum sem lauk hringnum en Scott lauk ellefu holum í gær.Adam Scott með pinnann á MerionNordicphotos/GettyTiger Woods er á tveimur höggum yfir pari eftir tíu holur. Tiger, sem eins og svo oft áður þótti líklegur til afreka, náði tveimur fuglum en fékk einnig fjóra skolla. Englendingurinn Lee Westwood kann hefðunum á Merion-vellinum í Pennsilvaníu litlar þakkir. Westwood átti frábært högg inn á flöt á tólftu holu. Boltinn hrökk hins vegar af körfunni á toppi pinnans og aftur út af flötinni. Gera má ráð fyrir að hefðbundið flagg hefði skilað betri útkomu fyrir Westwood sem er á einu höggi undir pari eftir þrettán holur.Stöðuna í mótinu má sjá hér. Falleg tilþrif frá fyrsta deginum á Merion má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. 13. júní 2013 07:00 Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. 13. júní 2013 15:22 Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. 13. júní 2013 23:07 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Luke Donald hafði forystu þegar hætta þurfti keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi vegna myrkurs. Áður hafði leik tvívegis verið frestað vegna veðurs og á meirihluti kylfinga því eftir að ljúka fyrsta hring. Þeirra á meðal er Donald sem er á fjórum höggum undir pari eftir 13 holur. Donald fékk fugl á þremur holum í röð áður en fresta þurfti leik. Vafalítið svekkjandi fyrir þann enska sem var í miklu stuði. Á hæla Donald koma Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson og Ástralinn Adam Scott á þremur undir pari. Mickelson er einn fárra í efri hlutanum sem lauk hringnum en Scott lauk ellefu holum í gær.Adam Scott með pinnann á MerionNordicphotos/GettyTiger Woods er á tveimur höggum yfir pari eftir tíu holur. Tiger, sem eins og svo oft áður þótti líklegur til afreka, náði tveimur fuglum en fékk einnig fjóra skolla. Englendingurinn Lee Westwood kann hefðunum á Merion-vellinum í Pennsilvaníu litlar þakkir. Westwood átti frábært högg inn á flöt á tólftu holu. Boltinn hrökk hins vegar af körfunni á toppi pinnans og aftur út af flötinni. Gera má ráð fyrir að hefðbundið flagg hefði skilað betri útkomu fyrir Westwood sem er á einu höggi undir pari eftir þrettán holur.Stöðuna í mótinu má sjá hér. Falleg tilþrif frá fyrsta deginum á Merion má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. 13. júní 2013 07:00 Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. 13. júní 2013 15:22 Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. 13. júní 2013 23:07 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. 13. júní 2013 07:00
Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. 13. júní 2013 15:22
Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. 13. júní 2013 23:07