Sport

Gunnar Nelson afþakkaði boð á Herminator

Knattspyrnuþjálfarinn Hermann Hreiðarsson stendur fyrir árlegu boðsmóti í golfi um helgina. Þjóðþekktir einstaklingar mæta til leiks en aldrei þessu vant fer mótið fram á Akranesi en ekki í Vestmannaeyjum.

Golf er þó ekki allra og afþökkuðu fegðarnir Gunnar og Haraldur Dean Nelson til að mynda boð um þátttöku á mótinu. Feðgarnir eru ekki þekktir fyrir golfsveiflu sína og ákváðu að láta öðrum eftir að pláss á mótinu.

Herminator Invitational er árlegt golfmót þar sem ýmsar stjörnur leiða saman hesta sína í góðgerðarskyni. Að loknu mótinu fer fram herrakvöld í Reykjavík en hægt verður að kaupa sig inn á kvöldið sérstaklega.

Almenningi gafst kostur á að sækja um þátttökurétt á mótinu. Þátttökugjaldið er 60 þúsund krónur en mótið er sem fyrr segir styrktarmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×