Íslenski boltinn

Biður Leikni Ágústsson afsökunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Samsett
Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna um knattspyrnudómarann Leikni Ágústsson.

Heimir sagði á Twitter í gærkvöldi að umræddur dómari væri mesta sorp í íslensku fótbolta. Hann sér eftir ummælum sínum en er engu að síður ósáttur við dómgæslu leiksins.

Ég undirritaður bið Leikni Ágústsson og knattspyrnuáhugamenn afsökunar á harðorðum ummælum mínum á Twitter í hita leiksins í gær. Það er mín skoðun að leikurinn hafi ekki verið vel dæmdur og undir þá skoðun mína taka aðrir þeir sem ég hef rætt við.

Stjórnarmenn í Víkingi leggja mikla vinnu og metnað í að halda úti góðu knattspyrnuliði og því blandast tilfinningar í það þegar manni finnst á sér brotið. Það breytir því þó ekki að ummælin mín í gær fóru yfir strikið og á því biðst ég afsökunnar.

 

Virðingarfyllst,

Heimir Gunnlaugsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×