Enski boltinn

Owen Coyle mun taka við Wigan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Owen Coyle verður næsti stjóri Wigan.
Owen Coyle verður næsti stjóri Wigan. mynd / getty images
Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Owen Coyle verða ráðinn næsti knattspyrnustjóri Wigan.

Coyle tekur því við af Roberto Martinez sem gerði liðið að enskum bikarmeistara á tímabilinu en á sama tíma féll liðið niður í 1. deild.

Martínez tók við Everton á dögunum og því verður Coyle arftaki hans.

Coyle var rekinn frá Bolton í október árið 2012 en hann hafði verið hjá félaginu í þrjú ár.

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, hefur staðfest ráðninguna en það eina sem á eftir að gera er að kynna stjórann formlega til leiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×