Íslenski boltinn

Berglind Björg: Gaman að mæta gömlu félögunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berglind Björg í leik með Breiðablik.
Berglind Björg í leik með Breiðablik. Mynd / Anton
Breiðablik og ÍBV eigast við í mikilvægum leik í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þetta eru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Stjarnan er á toppnum með fullt hús stiga og því má hvorugt fyrstnefndu liðanna ekki misstíga sig í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er uppalinn í Vestmannaeyjum og hóf feril sinn þar. 

„Þetta verður mikill baráttuleikur og ég efast ekki um að ÍBV muni gefa allt í leikinn. Við töpuðum fyrir FH í síðustu umferð og viljum bæta fyrir það,“ sagði Berglind.

„Það er svo alltaf gaman að mæta gömlu félögunum. Því fylgir spenningur og stress en líka tilhlökkun,“ bætir hún við.

Leikurinn í kvöld verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á íþróttavef Vísis klukkan 18:00.

Þrír aðrir leiki fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þeir eru:

Valur - FH          

Þróttur R. - HK/Víkingur          

Selfoss - Stjarnan

Leikirnir hefjast klukkan 19.15. Umferðinni lýkur á morgun með viðureign Aftureldingar og Þórs/KA í Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×