„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2013 20:15 „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi. Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi.
Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira