Fótbolti

Tók Hannes tvær mínútur að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Hannes Þ. Sigurðsson var á skotskónum í 5-1 sigri Mjällby á Halmstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hannes kom inn á sem varamaður á 77. mínútu og skoraði aðeins tveimur mínútum síðar. Hann breytti þá stöðunni í 4-1 en sigur heimamanna var öruggur eins og tölurnar bera með sér.

Kristinn Steindórsson og Guðjón Baldvinsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad en Guðjón var tekinn af velli á 68. mínútu.

Skúli Jón Friðgeirsson var svo ekki í leikmannahópi Elfsborg sem vann 1-0 sigur á Häcken á útivelli.

Elfsborg er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Helsingborg að loknum ellefu umferðum. Mjällby er í fimmta sæti með nítán stig en Halmstad á botninum með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×