Engin endurnýjun hefur átt sér stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 10:15 Mynd/Samsett "Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) er náttúrulega búinn að ná frábærum árangri með þetta lið og lyfta því upp. Það er allt annað í dag og í allt öðru umhverfi," segir Hlynur Svan Eiriksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Íslenska kvennalandsliðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn. Úrslitin skipta í sjálfu sér engu máli en velta má stöðu landsliðsins fyrir sér. Það hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum en rétt rúmur mánuður er þar til flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Bestu leikmennirnir í landsliðinu, uppistaðan í því, eru hvattir til þess að fara út að spila," segir Hlynur Svan þegar hann var beðinn um að velta fyrir sér stöðu mála hjá landsliðinu. Hann segist spyrja sig að því í hvaða umhverfi stelpurnar fari og hversu stór fótboltinn sé þar. „Það er klárt mál að ákveðin lið, t.d. Malmö, eru virkilega sterk. Ég set spurningamerki við norsku deildina. Hversu sterk er hún?" segir Hlynur Svan og segir hið sama gilda um efstu deild á Englandi. Honum finnst leikmenn leggja of mikla áherslu á að komast út að spila en grasið sé ekki endilega alltaf grænna erlendis. Katrín Ómarsdóttir fagnar marki í leik með Liverpool.Mynd/Heimasíða Liverpool „Rakel Logadóttir fór út til liðs í Noregi en kom heim og sagðist ekki hafa neinn áhuga á að staldra þar við. Liðið hefði verið lélegra en Valsliðið og öll aðstaða miklu lélegri," segir Hlynur. Hann bendir á að í þolprófi sem íslensku landsliðsstelpurnar voru látnar gangast undir á Algarve-mótinu í mars hafi stelpurnar sem spili sem atvinnumenn erlendis heilt yfir ekki komið betur út en þær sem spili hér á landi. Hlynur Svan hefur einnig áhyggjur af því hve endurnýjun sé skammt á veg komin hjá liðinu. Margrét Lára og Hólmfríður fagna marki á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel „Lítil endurnýjun hefur orðið á undanförnum árum ef innkoma Glódísar er frátalin. Það er eins og leikmenn eigi sitt fasta sæti," segir Hlynur. Hann telur of skamman tíma til að gera alvarlegar breytingar á liðinu núna. Hefði hann getað valið lið myndi hann leggja áherslu á að velja leikmenn sem gætu hlaupið á fullu í 90 mínútur og litið að einhverju leyti fram hjá knattspyrnulegri getu. Hlynur segir að mikill munur hafi verið á frammistöðu íslensku stelpnanna í fyrri hálfleiknum og þeim síðari gegn Skotum á laugardaginn. Munurinn hafi fyrst og fremst verið í hlaupagetu leikmanna. „Ef það hefði verið kílómetramælir á leikmönnum þá hefði komið í ljós að stelpurnar hlupu miklu meira í seinni hálfleiknum," segir Hlynur. Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir fagna á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hann minnir á að mikill uppgangur sé í kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. „Liðin eru að verða sterkari og sterkari. Það verður erfiðara og erfiðara fyrir Ísland að halda sér svo ofarlega á heimslistanum," segir Hlynur. Þjálfari Blikanna hefur miklar áhyggjur af formleysi og meiðslum leikmanna. „Mesta áhyggjuefnið er að það eru alltof margir leikmenn sem eiga langt í land, hvort sem það er formleysi eða tengist meiðslum. Það eru of margir leikmenn sem eiga alltof mikið inni og ættu að geta meira." Fanndís Friðriksdóttir á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hlynur segir það jákvæða í stöðunni vera þá staðreynd að liðið geti aðeins bætt sig. „Við eigum að geta unnið bæði Noreg og Holland og komist áfram úr riðlinum," segir Hlynur. Íslenska kvennalandsliðið mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Fyrsti leikur liðsins á EM er gegn Noregi 11. júlí í Kalmar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hefur trú á Glódísi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum. 3. júní 2013 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. 1. júní 2013 00:01 Utan vallar: Korter í Kalmar Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. 4. júní 2013 06:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
"Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) er náttúrulega búinn að ná frábærum árangri með þetta lið og lyfta því upp. Það er allt annað í dag og í allt öðru umhverfi," segir Hlynur Svan Eiriksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Íslenska kvennalandsliðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn. Úrslitin skipta í sjálfu sér engu máli en velta má stöðu landsliðsins fyrir sér. Það hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum en rétt rúmur mánuður er þar til flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Bestu leikmennirnir í landsliðinu, uppistaðan í því, eru hvattir til þess að fara út að spila," segir Hlynur Svan þegar hann var beðinn um að velta fyrir sér stöðu mála hjá landsliðinu. Hann segist spyrja sig að því í hvaða umhverfi stelpurnar fari og hversu stór fótboltinn sé þar. „Það er klárt mál að ákveðin lið, t.d. Malmö, eru virkilega sterk. Ég set spurningamerki við norsku deildina. Hversu sterk er hún?" segir Hlynur Svan og segir hið sama gilda um efstu deild á Englandi. Honum finnst leikmenn leggja of mikla áherslu á að komast út að spila en grasið sé ekki endilega alltaf grænna erlendis. Katrín Ómarsdóttir fagnar marki í leik með Liverpool.Mynd/Heimasíða Liverpool „Rakel Logadóttir fór út til liðs í Noregi en kom heim og sagðist ekki hafa neinn áhuga á að staldra þar við. Liðið hefði verið lélegra en Valsliðið og öll aðstaða miklu lélegri," segir Hlynur. Hann bendir á að í þolprófi sem íslensku landsliðsstelpurnar voru látnar gangast undir á Algarve-mótinu í mars hafi stelpurnar sem spili sem atvinnumenn erlendis heilt yfir ekki komið betur út en þær sem spili hér á landi. Hlynur Svan hefur einnig áhyggjur af því hve endurnýjun sé skammt á veg komin hjá liðinu. Margrét Lára og Hólmfríður fagna marki á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel „Lítil endurnýjun hefur orðið á undanförnum árum ef innkoma Glódísar er frátalin. Það er eins og leikmenn eigi sitt fasta sæti," segir Hlynur. Hann telur of skamman tíma til að gera alvarlegar breytingar á liðinu núna. Hefði hann getað valið lið myndi hann leggja áherslu á að velja leikmenn sem gætu hlaupið á fullu í 90 mínútur og litið að einhverju leyti fram hjá knattspyrnulegri getu. Hlynur segir að mikill munur hafi verið á frammistöðu íslensku stelpnanna í fyrri hálfleiknum og þeim síðari gegn Skotum á laugardaginn. Munurinn hafi fyrst og fremst verið í hlaupagetu leikmanna. „Ef það hefði verið kílómetramælir á leikmönnum þá hefði komið í ljós að stelpurnar hlupu miklu meira í seinni hálfleiknum," segir Hlynur. Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir fagna á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hann minnir á að mikill uppgangur sé í kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. „Liðin eru að verða sterkari og sterkari. Það verður erfiðara og erfiðara fyrir Ísland að halda sér svo ofarlega á heimslistanum," segir Hlynur. Þjálfari Blikanna hefur miklar áhyggjur af formleysi og meiðslum leikmanna. „Mesta áhyggjuefnið er að það eru alltof margir leikmenn sem eiga langt í land, hvort sem það er formleysi eða tengist meiðslum. Það eru of margir leikmenn sem eiga alltof mikið inni og ættu að geta meira." Fanndís Friðriksdóttir á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hlynur segir það jákvæða í stöðunni vera þá staðreynd að liðið geti aðeins bætt sig. „Við eigum að geta unnið bæði Noreg og Holland og komist áfram úr riðlinum," segir Hlynur. Íslenska kvennalandsliðið mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Fyrsti leikur liðsins á EM er gegn Noregi 11. júlí í Kalmar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hefur trú á Glódísi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum. 3. júní 2013 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. 1. júní 2013 00:01 Utan vallar: Korter í Kalmar Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. 4. júní 2013 06:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Hefur trú á Glódísi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum. 3. júní 2013 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. 1. júní 2013 00:01
Utan vallar: Korter í Kalmar Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. 4. júní 2013 06:30