Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik 4. júní 2013 11:36 Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira