Hér má sjá atriði úr þætti Audda og Sveppa frá 2011 þar sem Ómar Ragnarsson, Linda Pétursdóttir og fleiri rifja upp góðar sögur af Hemma.
"Hann var sambland af sveitapilti og heimsborgara," segir Linda en hún hefur þekkt Hemma frá því hún mætti fyrst í viðtal til hans í þáttinn Á tali með Hemma Gunn á sínum tíma.
"Ég hef aldrei talað við hann án þess að fara hlæjandi í burtu," segir Linda ennfremur.
Ómar Ragnarsson rifjar upp stórskemmtilega rimmu á milli Alberts Guðmundssonar og Hemma á landsleik á Laugardalsvelli. Á þeim tíma var Hemmi var á toppnum í fótboltanum.
Sverrir Friðþjófsson, pabbi Sveppa, er gamall vinur Hemma og rifjar einnig upp sögur af Hemma af spilakvöldum í gamla daga.
Hægt er að horfa á atriðið í spilaranum hér fyrir ofan eða á sjónvarpsvef Vísis.
Tottenham
Liverpool