Venesúelabúar kynda undir fasteignabólu í Miami 5. júní 2013 12:41 Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney þar sem segir að Venesúelabúar hafi kynt undir fasteignabólunni í borginni sérstaklega eftir að Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela í fyrrahaust. Þótt Chavez heitinn hafi almennt verið talin hetja meðal almennings í landinu voru efnaðir Venesúelabúar á öðru máli og töldu hann harðstjóra. Fasteignamarkaðurinn í Miami hrundi eins og í mörgum öðrum stórborgum vestan hafs í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann hefur blómstrað að nýju þökk sé efnuðum Venesúelabúum og fleiri útlendingum sem fjárfest hafa grimmt í íbúðum og einbýlishúsum í borginni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúðasalan aukist um rúm 10% og verð íbúða hækkað um 23% miðað við sama tímabil í fyrra.Staðgreitt með reiðufé Fram kemur að af þeim 23.000 íbúðum sem stóðu enn óhreyfðar á fasteignamarkaði borgarinnar fyrir tveimur árum síðan séu aðeins um 600 eftir á söluskrá. Það má sjá hve stórt hlutfall af þeim hefur verið keypt af útlendingum með því að skoða greiðslufyrirkomulagið. Útlendingar staðgreiða í reiðufé þær fasteignir sem þeir kaupa. Þannig voru um 45% af öllum einbýlishúsum keypt með reiðufé og 77% af öllum íbúðum í fjölbýlishúsum á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney þar sem segir að Venesúelabúar hafi kynt undir fasteignabólunni í borginni sérstaklega eftir að Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela í fyrrahaust. Þótt Chavez heitinn hafi almennt verið talin hetja meðal almennings í landinu voru efnaðir Venesúelabúar á öðru máli og töldu hann harðstjóra. Fasteignamarkaðurinn í Miami hrundi eins og í mörgum öðrum stórborgum vestan hafs í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann hefur blómstrað að nýju þökk sé efnuðum Venesúelabúum og fleiri útlendingum sem fjárfest hafa grimmt í íbúðum og einbýlishúsum í borginni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúðasalan aukist um rúm 10% og verð íbúða hækkað um 23% miðað við sama tímabil í fyrra.Staðgreitt með reiðufé Fram kemur að af þeim 23.000 íbúðum sem stóðu enn óhreyfðar á fasteignamarkaði borgarinnar fyrir tveimur árum síðan séu aðeins um 600 eftir á söluskrá. Það má sjá hve stórt hlutfall af þeim hefur verið keypt af útlendingum með því að skoða greiðslufyrirkomulagið. Útlendingar staðgreiða í reiðufé þær fasteignir sem þeir kaupa. Þannig voru um 45% af öllum einbýlishúsum keypt með reiðufé og 77% af öllum íbúðum í fjölbýlishúsum á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira