Íslenski boltinn

Mörkin og færin úr sigri FH á Breiðabliki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

FH-ingar unnu óvæntan 3-1 sigur á Breiðabliki í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir með fallegu skallamarki á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Rakel Hönnudóttur frá hægri. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skemmtilegur. Blikar áttu þó góð færi undir lok hálfleiksins en tókst ekki að bæta við marki.

Breiðablik varð fyrir áfalli snemma í síðari hálfleik þegar markvörður liðsins, Birna Kristjánsdóttir, varð fyrir meiðslum. Birna hafði skömmu áður bjargað frábærlega í stöðunni einn gegn einum.

Hin 17 ára Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir kom inn á í mark gestanna. Ásta byrjaði frábærlega með því að stöðva hina ensku Ashley Hincks sem var sloppin ein í gegn. Litlu síðar kom Halla Marinósdóttir inn á hjá FH-ingum og í kjölfarið opnuðust flóðgáttirnar.

Halla byrjaði á því að klobba landsliðskonuna Rakel Hönnudóttur áður en hún setti Sigrúnu  Ellu Einarsdóttur eina í gegn. Sigrún jafnaði metin og FH gekk á lagið. Margrét Sveinsdóttir, miðvörður FH, jafnaði metin með skalla eftir sendingu Teresu Rynier. Mínútu síðar skoraði Hincks en aftur var stoðsendingin úr smiðju Rynier.

FH vann einnig sigur í leik liðanna í Kaplakrika í fyrra. Þá lenti liðið einnig undir en vann sig inn í leikinn og vann 3-2 sigur.

Mörkin og færin úr Kaplakrika í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×