Reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu 9. júní 2013 06:00 Hugi Harðarson, sem margir þekkja úr sundinu hér á árum áður, tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík. Hann synti að sjálfsögðu en skellti sér einnig í kastgreinar. Hér er hann með spjótið á lofti. Sundkappinn Hugi Harðarson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fer nú fram í Vík í Mýrdal. Skagamaðurinn Hugi , sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, er að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+. Hugi, sem verður fimmtugur eftir tvær vikur, tekur að sjálfsögðu þátt í sundi á mótinu og skellti sér að auki líka í kastgreinar. „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mér að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fyrirfórst. Ég er að æfa hins vegar garpasund tvisvar í viku og í hina almennu líkamsrækt,“ sagði Hugi eftir keppnina í gær. Hugi byrjaði að æfa sund sjö ára gamall og hætti um tvítugt að æfa fyrir alvöru. Hans aðalgreinar voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet. „Maður býr að því núna í dag að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er núna bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, hitta gamla félaga, kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík á næsta ári og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson hress í bragði. Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Sundkappinn Hugi Harðarson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fer nú fram í Vík í Mýrdal. Skagamaðurinn Hugi , sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, er að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+. Hugi, sem verður fimmtugur eftir tvær vikur, tekur að sjálfsögðu þátt í sundi á mótinu og skellti sér að auki líka í kastgreinar. „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mér að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fyrirfórst. Ég er að æfa hins vegar garpasund tvisvar í viku og í hina almennu líkamsrækt,“ sagði Hugi eftir keppnina í gær. Hugi byrjaði að æfa sund sjö ára gamall og hætti um tvítugt að æfa fyrir alvöru. Hans aðalgreinar voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet. „Maður býr að því núna í dag að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er núna bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, hitta gamla félaga, kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík á næsta ári og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson hress í bragði.
Íþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira