Erlent

Stuðningsmaður Breiviks dæmdur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn lét líta út fyrir að hann hefði tekið þátt í að fremja ódæðið með Breivik.
Maðurinn lét líta út fyrir að hann hefði tekið þátt í að fremja ódæðið með Breivik. Mynd/ AFP.
Fjörutíu og fjögurra ára gamall maður frá Vejle í Danmörku hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við fjöldamorðingjann Anders Breivik.

Hann var einnig dæmdur fyrir að sýna fölsuð skilríki sem vitust sýna fram á að hann hefði tekið þátt í ódæðunum í Útey sumarið 2011 með Breivik. Um kvöldið eftir hryðjuverkaárásina sendi maðurinn sms fúr tölvu sinni með stuðningsyfirlýsingu. Hann reyndi einnig að láta líta út fyrir að sms-ið hefði verið sent rétt upp úr hádegi, daginn sem ódæðið var framið. Það er að segja rétt áður en Breivik lét til skarar skríða.

Maðurinn var líka dæmdur fyrir brot á vopnalöggjöf. Lögreglan fann mynd á Facebook-síðu hans þar sem hann birtist með riffil eins og danski herinn notar.

Dómurinn var kveðinn upp í Kolding í Danmörku, segir á vef DR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×