Dularfullir bílar á kreiki í fíkniefnamáli 31. maí 2013 11:49 Sakborningur í málinu leiddur fyrir dómara. „Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
„Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira