Dularfullir bílar á kreiki í fíkniefnamáli 31. maí 2013 11:49 Sakborningur í málinu leiddur fyrir dómara. „Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
„Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira