Nadal flengdi Federer í Róm Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 11:41 Rafael Nadal við keppni í gær. Mynd/GettyImages Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina. Erlendar Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina.
Erlendar Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira