Hvernig ætli ofurstjörnur heimsins líti út þegar þær eldast? Hönnunarteymið hjá www.MyVoucherCodes.co.uk ákvað að svara þessari spurningu.
Teymið tók sig til og gerði stjörnurnar Lady Gaga, Justin Bieber, Kim Kardashian og Beyoncé talsvert eldri með hjálp nútímatölvutækni.

Ólíklegt er að þessar myndir muni nokkurn tímann endurspegla raunveruleikann enda margt gert í stjörnuheiminum til að viðhalda unglegu útliti.
