Kannski vont fyrir meðalmanneskju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2013 11:30 Anna Garðarsdóttir reiknar ekki með að geta spilað með liði sínu á ný fyrr en á seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. Anna var nýbúin að ná sér góðri af bakmeiðslum sem höfðu hrjáð hana í allan vetur þegar hún fékk botnlangakast í síðustu viku. Hún náði aðeins að spila í nokkrar mínútur með Selfossi í fyrstu umferð mótsins áður en það dundi yfir. „Þetta gengur eins og í sögu - ég er að verða eins og ný,“ sagði hún í léttum tón þegar að Vísir heyrði í henni í morgun. Hún kvartaði ekki mikið undan því hvort upplifunin hafi verið sársaukafull. „Kannski fyrir meðalmanneskju,“ segir hún og hlær. „En jú, þetta var frekar óþægilegt.“ Fyrstu vikuna eftir aðgerð var hún „ónýt“ eins og hún segir sjálf. „En ég er öll að koma til. Ég ætla þó ekki að setja neina pressu á mig og stefni að því að koma til baka á seinni hluta tímabilsins.“ „Úthaldið er ekkert hjá mér og ég get varla gengið upp stiga. Ég verð móð við það eitt að tala í símann.“ Hún segir það svekkjandi að geta ekki hjálpað liðsfélögum sínum í Selfossi en hún gekk til liðs við félagið í haust. „Þau hafa verið góð við mig og þetta er frábær klúbbur. Ég vildi þvó ólm gera allt sem ég get fyrir þau. Svo get ég ekki gert neitt,“ segir hún. Anna segir að bakmeiðslin hafi verið að hrjá hana síðan í október. „Ég náði tveimur æfingum áður og leið mjög vel í bakinu. En þá gerðist þetta. Ég hef greinilega gert eitthvað af mér í síðasta lífi.“ „Það var búið að grínast með það í vetur að ég yrði bara „waterboy“ á hliðarlínunni í sumar og nú er það að verða að veruleika. Ég mun bara sjá um brúsana,“ bætti hún við. Selfoss hefur farið vel af stað í Pepsi-deild kvenna og liðið var ósigrað eftir þrjár umferðir. Liðið er nú með sjö stig eftir fjóra leiki í fjórða sæti. „Þetta var óskabyrjun og virkilega mikilvæg stig sem við fengum. Það er mikilvægt fyrir svona ungt lið að byrja vel og þessar stelpur stóðu sig mjög vel.“ „Við höldum bara áfram og tökum einn leik fyrir í einu.“ Anna í leik með KR í fyrra.Mynd/Vilhelm Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Anna Garðarsdóttir reiknar ekki með að geta spilað með liði sínu á ný fyrr en á seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. Anna var nýbúin að ná sér góðri af bakmeiðslum sem höfðu hrjáð hana í allan vetur þegar hún fékk botnlangakast í síðustu viku. Hún náði aðeins að spila í nokkrar mínútur með Selfossi í fyrstu umferð mótsins áður en það dundi yfir. „Þetta gengur eins og í sögu - ég er að verða eins og ný,“ sagði hún í léttum tón þegar að Vísir heyrði í henni í morgun. Hún kvartaði ekki mikið undan því hvort upplifunin hafi verið sársaukafull. „Kannski fyrir meðalmanneskju,“ segir hún og hlær. „En jú, þetta var frekar óþægilegt.“ Fyrstu vikuna eftir aðgerð var hún „ónýt“ eins og hún segir sjálf. „En ég er öll að koma til. Ég ætla þó ekki að setja neina pressu á mig og stefni að því að koma til baka á seinni hluta tímabilsins.“ „Úthaldið er ekkert hjá mér og ég get varla gengið upp stiga. Ég verð móð við það eitt að tala í símann.“ Hún segir það svekkjandi að geta ekki hjálpað liðsfélögum sínum í Selfossi en hún gekk til liðs við félagið í haust. „Þau hafa verið góð við mig og þetta er frábær klúbbur. Ég vildi þvó ólm gera allt sem ég get fyrir þau. Svo get ég ekki gert neitt,“ segir hún. Anna segir að bakmeiðslin hafi verið að hrjá hana síðan í október. „Ég náði tveimur æfingum áður og leið mjög vel í bakinu. En þá gerðist þetta. Ég hef greinilega gert eitthvað af mér í síðasta lífi.“ „Það var búið að grínast með það í vetur að ég yrði bara „waterboy“ á hliðarlínunni í sumar og nú er það að verða að veruleika. Ég mun bara sjá um brúsana,“ bætti hún við. Selfoss hefur farið vel af stað í Pepsi-deild kvenna og liðið var ósigrað eftir þrjár umferðir. Liðið er nú með sjö stig eftir fjóra leiki í fjórða sæti. „Þetta var óskabyrjun og virkilega mikilvæg stig sem við fengum. Það er mikilvægt fyrir svona ungt lið að byrja vel og þessar stelpur stóðu sig mjög vel.“ „Við höldum bara áfram og tökum einn leik fyrir í einu.“ Anna í leik með KR í fyrra.Mynd/Vilhelm
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira