Viðskipti erlent

Geimflaugaskotpallur NASA til leigu í Flórída

Einn af geimflaugaskotpöllum NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, á Canaveral höfða í Flórída er til leigu. Um sögufrægan skotpall er að ræða því hann var notaður til að skjóta á loft fyrstu mönnuðu geimflaugunum sem fóru til tunglsins.

Skotpallur þessi, sem ber nafnið Complex 39A, er annar af tveimur slíkum sem byggðir voru fyrir Apollo áætlun NASA um að koma mönnuðu geimfari til tunglsins. Frá því að hann var tekinn í notkun árið 1967 hefur yfir 90 geimflaugum verið skotið á loft frá honum.

Complex 39A hefur staðið ónotaður undanfarin tvö ár eða frá því að NASA lagði niður geimferjuáætlun sína. Síðast geimskotið frá pallinum var þegar geimferjan Atlantis fór í sína síðustu ferð árið 2011.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að sennilega muni tvö einkarekin fyrirtæki, sem standa að geimferðum, bjóða í  leiguna á skotpallinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×