Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 12:15 Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira