Formúla 1

Massa sendur heim af sjúkrahúsi

Birgir Þór Harðarson skrifar

Felipe Massa hefur verið sendur heim af sjúkrahúsinu í Mónakó eftir að hafa verið ekið þangað til frekari skoðunar vegna slyss í kappakstrinum í dag.

Ferrari-bíll Massa virtist hafa bilað eitthvað því að á miklum hraða á leið inn í fyrstu beygju brautarinnar við St. Devote-kirkjuna ók Massa beint á vegriðið og kastaðist þaðan á hlið inn í öryggisvegg. Slysið var nánast samskonar og hann lenti í á laugardagsmorgun.

Læknar voru fljótir á staðinn en þrátt fyrir að Massa hafi staðið sjálfur upp úr bílnum var strektur kragi um háls hans til öryggis. Honum var svo skutlað í læknabílnum á næsta sjúkrahús til frekari skoðunar.

Hann hefur nú verið sendur heim ómeiddur og í lagi fyrir utan létt eymsli í hálsi.

Hér að ofan má sjá myndband af slysinu á laugardagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×