Danskir ellilífeyrisþegar eru orðnir yfir milljón talsins 27. maí 2013 07:19 Danir náðu þeim áfanga um síðustu áramót að fjöldi ellilífeyrisþega þar í landi fór yfir eina milljón einstaklinga. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar er byggt á nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Fjöldi ellilífeyrisþega í Danmörku er orðinn hátt í 20% af heildaríbúafjölda landsins. Spár gera ráð fyrir að ellilífeyrisþegum muni fjölga hratt í landinu á næstum árum. Þeir verði orðnir 1,5 milljón talsins árið 2039 eða fjórðungur þjóðarinnar. Það sem meðal annars stuðlar að þessari þróun er lágt fæðingarhlutfall í Danmörku á undanförnum árum en hlutfallið er það lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Ef Danmörk er borin saman við Ísland kemur í ljós að hlutfall ellilífeyrisþega hérlendis var 10,9% í árslok árið 2011. Þeir voru 34.800 talsins á þeim tíma. Hér skal tekið fram að Íslendingar miða við 67 ára aldur varðandi greiðslur á ellilífeyri en Danir við 65 ára aldurinn þannig að samanburðurinn er ekki nákvæmur. Í gögnum Tryggingastofnunnar má sjá að ellilífeyrisþegum á Íslandi hefur fjölgað nær stöðugt undanfarin 15 ár, Þannig var hlutfall þeirra 10,2% árið 1998, fór í 10,5% árið 2004 og var sem fyrr segir 10,9% í hitteðfyrra. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danir náðu þeim áfanga um síðustu áramót að fjöldi ellilífeyrisþega þar í landi fór yfir eina milljón einstaklinga. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar er byggt á nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Fjöldi ellilífeyrisþega í Danmörku er orðinn hátt í 20% af heildaríbúafjölda landsins. Spár gera ráð fyrir að ellilífeyrisþegum muni fjölga hratt í landinu á næstum árum. Þeir verði orðnir 1,5 milljón talsins árið 2039 eða fjórðungur þjóðarinnar. Það sem meðal annars stuðlar að þessari þróun er lágt fæðingarhlutfall í Danmörku á undanförnum árum en hlutfallið er það lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Ef Danmörk er borin saman við Ísland kemur í ljós að hlutfall ellilífeyrisþega hérlendis var 10,9% í árslok árið 2011. Þeir voru 34.800 talsins á þeim tíma. Hér skal tekið fram að Íslendingar miða við 67 ára aldur varðandi greiðslur á ellilífeyri en Danir við 65 ára aldurinn þannig að samanburðurinn er ekki nákvæmur. Í gögnum Tryggingastofnunnar má sjá að ellilífeyrisþegum á Íslandi hefur fjölgað nær stöðugt undanfarin 15 ár, Þannig var hlutfall þeirra 10,2% árið 1998, fór í 10,5% árið 2004 og var sem fyrr segir 10,9% í hitteðfyrra.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira