Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi frá því í gærdag. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104,5 dollara og hefur hækkað um tæp 2% síðasta sólarhringinn. Bandaríska léttolían hækkar ekki eins mikið. Tunnan af henni hefur hækkað um tæpt prósent frá í gær og stendur í tæpum 95 dollurum.

Það sem veldur þessum hækkunum er að von er á nýjum efnahagstölum frá Bandaríkjunum seinna í dag en sérfræðingar búast við að þær verði jákvæðar. Bandaríkin nota um 22% af allri olíu sem framleidd er í heiminum.

Fjárfesta eru einnig að horfa til árlegs fundar OPEC ríkjanna í vikulokin en reiknað er með að OPEC haldi framleiðslu sinni óbreyttri í 30 milljónum tunna á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×