Íslenski boltinn

Guðrún Bára með sigurmarkið í Suðurlandsslagnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elísa Viðarsdóttir var á skotskónum í kvöld.
Elísa Viðarsdóttir var á skotskónum í kvöld. Mynd/Valli

ÍBV lagði Selfoss 2-1 í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en leikið var á Selfossi.

Miðvörðurinn Elísa Viðarsdóttir kom Eyjakonum yfir á 41. mínútu og gestirnir frá Eyjum leiddu í hálfleik. Eva Lind Elíasdóttir jafnaði fyrir heimakonur á 53. mínútu.

Það var hin bráðefnilega Guðrún Bára Magnúsdóttir sem skoraði sigurmark gestanna á 70. mínútu. Markið er hennar fyrsta í efstu deild og reyndist afar þýðingarmikið.

Uppfært:Skv. leikskýrslu dómara skoraði Guðrún Bára sigurmark Eyjakvenna gegn Selfossi í kvöld. Við nánari athugun virðist Shaneka Gordon hins vegar hafa skorað markið mikilvæga. Beðist er velvirðingar á röngum upplýsingum til lesenda Vísis.


Tengdar fréttir

Stjarnan og Breiðablik í sérflokki

Tvö mörk seint í leiknum tryggðu Stjörnunni 2-0 útisigur á Valskonum í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Breiðablik vann öruggan útisigur á Aftureldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×