Disneyferð forstjóra Iceland kostar nær hálfan milljarð í skatt 29. maí 2013 07:27 Boðsferð Malcolm Walker forstjóra Iceland keðjunnar á Bretlandseyjum til Disneyland í Flórída ætlar að verða honum dýrkeypt. Breski skatturinn hefur krafið hann um 2,5 milljónir punda eða tæplega 470 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðunni walesonline. Forsaga málsins er sú að árið 2009 bauð Walker um 800 verslunarstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland til Disneyland. Ferðin kostaði um 4 milljónir punda eða um 5.000 pund á mann. Markmið ferðarinnar var að veita fyrrgreindum yfirmönnum innsýn í þjónustuna sem Disneyland veitir sínum viðskiptavinum. Breski skatturinn telur að ferðin hafi verið bónus fyrir yfirmennina og það eigi að skattaleggja hana sem slíka. Walker segir aftur á móti að um fjárfestingu hafi verið að ræða. Hann viðurkennir hinsvegar að boðsferðin hafi að hluta til verið verðlaun til yfirmanna Iceland í kjölfar þess að keðjan átti gott ár að baki. Breski skatturinn og Walker eiga nú í deilu um hvort honum beri að greiða fyrrgreindan skatt af boðsferðinni eða ekki. Skatturinn segir að ekki eigi að gefa neinn afslátt í þessum efnum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Boðsferð Malcolm Walker forstjóra Iceland keðjunnar á Bretlandseyjum til Disneyland í Flórída ætlar að verða honum dýrkeypt. Breski skatturinn hefur krafið hann um 2,5 milljónir punda eða tæplega 470 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðunni walesonline. Forsaga málsins er sú að árið 2009 bauð Walker um 800 verslunarstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland til Disneyland. Ferðin kostaði um 4 milljónir punda eða um 5.000 pund á mann. Markmið ferðarinnar var að veita fyrrgreindum yfirmönnum innsýn í þjónustuna sem Disneyland veitir sínum viðskiptavinum. Breski skatturinn telur að ferðin hafi verið bónus fyrir yfirmennina og það eigi að skattaleggja hana sem slíka. Walker segir aftur á móti að um fjárfestingu hafi verið að ræða. Hann viðurkennir hinsvegar að boðsferðin hafi að hluta til verið verðlaun til yfirmanna Iceland í kjölfar þess að keðjan átti gott ár að baki. Breski skatturinn og Walker eiga nú í deilu um hvort honum beri að greiða fyrrgreindan skatt af boðsferðinni eða ekki. Skatturinn segir að ekki eigi að gefa neinn afslátt í þessum efnum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira