Viðskipti erlent

Messuvín er á þrotum í Venesúela

Kaþólska kirkja í Venesúela hefur sent frá sér skilaboð um að messuvín sé á þrotum í landinu vegna skorts á ýmsum birgðum til að framleiða það.

Þessi birgðaskortur hefur leitt til þess að eini vínframleiðandi landsins hefur hætt að selja kirkjunni messuvín. Kaþólska kirkjan skellir skuldinni á þessari stöðu á stjórnvöld og þá einkum lélegri efnahagsstjórn að því er segir í frétt á vefsíðu BBC.

Það er ekki bara vínskorturinn sem hrjáir kaþólsku kirkjuna í Venesúela heldur einnig að verð á oblátum hækkað verulega en flytja verður inn hveiti til landsins til að búa þær til.

Það vakti heimsathygli fyrir skömmu þegar fréttir bárust af alvarlegum skorti á klósettpappír í Venesúela. Þurfti að fljúga með neyðarbirgðir af þeim pappír til landsins.

Í fréttinni kemur fram að almenningur í landinu er forviða á þessum skorti öllum enda er Venesúela í hópi mestu olíuframleiðenda heimsins og situr á mestu þekktum lindum af óunninni olíu í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×