Colorado skattleggur sölu af marijúana til einkanota 10. maí 2013 09:38 Colorado er um það bil að verða fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem skattleggur sölu á marijúana til einkanota innan landamæra sinna. Í frétt um málið í blaðinu Denver Post segir að búið sé að samþykkja ýmis lög á ríkisþingi Colorado sem geri yfirvöldum þar kleyft á að leggja skatta á verslun með marijúana. Um verður að ræða tvennskonar skatta, annarsvegar 15% vörugjöld og hinsvegar 10% virðisaukaskatt. Í löggjöfinni er jafnframt kveðið á um hámark af marijúana sem hver einstaklingur má kaupa, sem er 7 grömm á dag, og hámark sem hver einstaklingur má rækta af efninu sem eru rúmlega 150 grömm. Samþykkt var að lögleiða marijúana í Colorado í atkvæðagreiðslu íbúanna sem fór fram samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Önnur ríki í Bandaríkjunum skattleggja þegar sölu á marijúana, það er í þeim ríkjunum þar sem efnið er löglegt til lækninga. Þannig hefur Kalifornía um 100 milljón dollara eða um 11,7 milljarða kr. í skatttekjur af marijúana á hverju ári. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Colorado er um það bil að verða fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem skattleggur sölu á marijúana til einkanota innan landamæra sinna. Í frétt um málið í blaðinu Denver Post segir að búið sé að samþykkja ýmis lög á ríkisþingi Colorado sem geri yfirvöldum þar kleyft á að leggja skatta á verslun með marijúana. Um verður að ræða tvennskonar skatta, annarsvegar 15% vörugjöld og hinsvegar 10% virðisaukaskatt. Í löggjöfinni er jafnframt kveðið á um hámark af marijúana sem hver einstaklingur má kaupa, sem er 7 grömm á dag, og hámark sem hver einstaklingur má rækta af efninu sem eru rúmlega 150 grömm. Samþykkt var að lögleiða marijúana í Colorado í atkvæðagreiðslu íbúanna sem fór fram samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Önnur ríki í Bandaríkjunum skattleggja þegar sölu á marijúana, það er í þeim ríkjunum þar sem efnið er löglegt til lækninga. Þannig hefur Kalifornía um 100 milljón dollara eða um 11,7 milljarða kr. í skatttekjur af marijúana á hverju ári.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira