Garcia ósáttur við Tiger Woods Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:57 Sergio Garcia og Tiger í gær. Nordicphotos/Getty Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær. Garcia horfði reiður í áttina að Tiger Woods þegar annað högg hans á síðari af tveimur par fimm holum vallarins hafnaði utan brautar. Áhorfendur í Flórída ærðust þegar Tiger tók upp trékylfu þar sem hann bjó sig undir erfitt skot inni á milli trjánna. „Tiger var augljóslega mér á vinstri hönd og ég átti næsta högg," sagði Spánverjinn pirraður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Keppni varð að fresta á mótinu í gær vegna veðurs en var framhaldið klukkan ellefu í morgun. „Áhorfendurnir eltu hann og ég beið eftir því að þeir kæmu sér fyrir. Kannski sá hann ekki að ég var að búa mig undir högg en maður þarf að fylgjast með því þegar kollegi manns er í miðri aftursveiflu," sagði Garcia svekktur. „Hann hefur líklega teygt sig eftir trékylfu númer þrjú eða fimm og þá byrjuðu allir augljóslega að öskra," sagði Garcia. Honum fannst að Tiger hefði vel getað beðið með að ná í kylfuna þar til Garcia var búinn með höggið. Svíinn David Lingmerth kom öllum á óvart með erni og fugli á síðustu þremur holunum og hafði tveggja högga forskot þegar leik var frestað í gær. Garcia og Tiger náðu Svíanum í morgun og deila þeir þrír forystunni.Staðan á mótinu. Golf Tengdar fréttir Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær. Garcia horfði reiður í áttina að Tiger Woods þegar annað högg hans á síðari af tveimur par fimm holum vallarins hafnaði utan brautar. Áhorfendur í Flórída ærðust þegar Tiger tók upp trékylfu þar sem hann bjó sig undir erfitt skot inni á milli trjánna. „Tiger var augljóslega mér á vinstri hönd og ég átti næsta högg," sagði Spánverjinn pirraður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Keppni varð að fresta á mótinu í gær vegna veðurs en var framhaldið klukkan ellefu í morgun. „Áhorfendurnir eltu hann og ég beið eftir því að þeir kæmu sér fyrir. Kannski sá hann ekki að ég var að búa mig undir högg en maður þarf að fylgjast með því þegar kollegi manns er í miðri aftursveiflu," sagði Garcia svekktur. „Hann hefur líklega teygt sig eftir trékylfu númer þrjú eða fimm og þá byrjuðu allir augljóslega að öskra," sagði Garcia. Honum fannst að Tiger hefði vel getað beðið með að ná í kylfuna þar til Garcia var búinn með höggið. Svíinn David Lingmerth kom öllum á óvart með erni og fugli á síðustu þremur holunum og hafði tveggja högga forskot þegar leik var frestað í gær. Garcia og Tiger náðu Svíanum í morgun og deila þeir þrír forystunni.Staðan á mótinu.
Golf Tengdar fréttir Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00