Sport

Kári Steinn og Rannveig unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. Mynd/Anton
Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki og Rannveg Oddsdóttir, UFA, urðu um helgina Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi.

Mótið fór fram í Laugardalnum um helgina og kom Kári Steinn í mark á 25:44 mínútum, rúmrí mínútu á undan ÍR-ingnum Hlyni Andréssyni. Vegalengdin í karlaflokki voru um átta km.

Rannveg kom í mark á 26:34 mínútum en Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, varð önnur á 27:13 mínútum. Þess má geta að Aníta Hinriksdóttir, sem er sterkust í 800 m hlaupi, vann í flokki 16-17 ára.

103 keppendur luku keppni á mótinu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×