Sport

NFL-leikmaður með átta ákærur á bakinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Titus Young, fyrrum útherji hjá Detroit og St. Louis, hefur lýst sig saklausan af átta ákærum sem honum hafa verið birtar í dómssal í Kaliforníu.

Young þykir hæfileikaríkur leikmaður en óstýrilátur og yfirleitt til vandræða, hvort sem er innan vallar sem utan.

Ákærurnar snúast flestar um smáglæpi, til dæmis búðahnupl og innbrot, auk þess sem að hann hefur lent í handalögmálum við lögregluþjóna.

Réttarhöldin halda áfram síðar í mánuðinum en óvíst er hvort hann spili í NFL-deildinni á næsta tímabili. Hann spilaði í tvö ár í Detroit eftir að hafa verið tekinn inn í deildina í nýliðavalinu 2011. St. Louis fékk hann svo til sín í febrúar síðastliðnum en rifti samningum við hann aðeins tíu dögum síðar.

NFL

Tengdar fréttir

Handtekinn tvisvar sinnum sama daginn

Fyrrum útherji Detroit Lions, Titus Young, er ekkert að gera sérstaka hluti þessa dagana. Honum tókst að láta handtaka sig tvisvar sinnum á innan við 15 klukkutímum. Geri aðrir betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×