Fótbolti

Birkir skoraði í sigri Brann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. Mynd/AP

Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson var á skotskónum í 10. umferð norsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór í dag en það varð jafntefli í báðum Íslendingaslögum dagsins.

Birkir Sævarsson skoraði seinna mark Brann í 2-0 heimasigri á Aalesund en markið skoraði hann á 52. mínútu leiksins. Sigurinn kemur Brann upp í 3. sæti deildarinnar fimm stigum á eftir toppliði Strömsgodset.

Viking og Hönefoss gerðu markalaust jafntefli í Íslendingaslag.

Indridi Sigurdsson og Jón Daði Böðvarsson spiluðu allan leikinn fyrir Viking sem og Kristján Örn Sigurðsson fyrir Hönefoss. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var allan tímann á bekknum hjá Hönefoss.

Lilleström missti niður 2-0 forystu í Íslendingaslag á móti Sandnes Ulf. Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark Sandnes Ulf sem var 2-0 undir þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum. Pálmi Rafn Pálmason spilaði allan leikinn fyrir Lilleström en Steinþór var tekin útaf á lokamínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×