Fótbolti

Guðmundur skoraði beint úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson. Mynd/Daníel

Guðmundur Þórarinsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í 2-4 tapi Sarpsborg 08 á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Guðmundur jafnaði metin í 2-2 en Rosenborg skoraði tvö mörk á síðustu sex mínútunum og tryggði sér öll þrjú stigin.  

Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson voru allir í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem lenti 0-2 undir í fyrri hálfleiknum. Guðmundur var tekinn af velli í uppbótartímanum en hinir tveir kláruðu allar 90 mínúturnar.

Magnus Sylling Olsen minnkaði muninn á 52. mínútu eftir stoðsendingu frá Ásgeiri Berki Ásgeirssyni og Guðmundur Þórarinsson skoraði síðan stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 65. mínútu.

Það dugði þó ekki til að fá stig út úr leiknum því Tarik Elyounoussi skoraði beint út úr aukaspyrnu á 84. mínútu og Nicki Bille Nielsen innsiglaði síðan sigurinn og þrennu sína með því að skora úr vítaspyrnu á 88. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×