Bill Gates er aftur orðinn ríkasti maður heimsins 17. maí 2013 07:43 Bill Gates annar stofnenda Microsoft er aftur kominn á toppinn sem ríkasti maður heimsins. Þetta kemur fram á nýjum lista Bloomberg fréttaveitunnar yfir helstu milljarðamæringa heimsins mælt í dollurum. Gates hefur ekki verið á toppi þessa lista síðan árið 2007. Mexíkaninn Carlos Slim fellur í annað sætið og ofurfjárfestirinn Warren Buffet er í þriðja sæti. Auður Gates er metinn á 72,7 milljarða dollara eða rúmlega 8.900 milljarða kr. Hann er þar með orðinn rúmlega hálfum milljarði dollara ríkari en Carlos Slim. Á meðan auðæfi Gates hafa aukist um 10 milljarða dollara vegna góðs gengis Microsoft hefur auður Slim minnkað töluvert. Slim hefur byggt auð sinn að stórum hluta á einokun á farsímamarkaðinum í Mexíkó en þing landsins samþykkti nýlega lög sem binda eiga endi á þá einokun. Þeir sem auðgast einna mest á milli ára eru Larry Page og Sergey Brin stofnendur Google en auður þeirra jókst um 22% og eru þeir komnir í 18. og 19. sætið á milljarðamæringalista Bloomberg. Sjá nánar hér. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bill Gates annar stofnenda Microsoft er aftur kominn á toppinn sem ríkasti maður heimsins. Þetta kemur fram á nýjum lista Bloomberg fréttaveitunnar yfir helstu milljarðamæringa heimsins mælt í dollurum. Gates hefur ekki verið á toppi þessa lista síðan árið 2007. Mexíkaninn Carlos Slim fellur í annað sætið og ofurfjárfestirinn Warren Buffet er í þriðja sæti. Auður Gates er metinn á 72,7 milljarða dollara eða rúmlega 8.900 milljarða kr. Hann er þar með orðinn rúmlega hálfum milljarði dollara ríkari en Carlos Slim. Á meðan auðæfi Gates hafa aukist um 10 milljarða dollara vegna góðs gengis Microsoft hefur auður Slim minnkað töluvert. Slim hefur byggt auð sinn að stórum hluta á einokun á farsímamarkaðinum í Mexíkó en þing landsins samþykkti nýlega lög sem binda eiga endi á þá einokun. Þeir sem auðgast einna mest á milli ára eru Larry Page og Sergey Brin stofnendur Google en auður þeirra jókst um 22% og eru þeir komnir í 18. og 19. sætið á milljarðamæringalista Bloomberg. Sjá nánar hér.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira