Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu 2. maí 2013 12:41 Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður. Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður.
Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira