Innlent

Grunaðir smyglarar svara til saka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hinir ákærðu mættu fyrir rétt í morgun.
Hinir ákærðu mættu fyrir rétt í morgun.

Ákæra var þingfest í morgun á hendur sjömenningum sem grunaðir eru um að hafa flutt inn 20 kíló af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa í byrjun ársins.



Þetta er eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi í marga mánuði. Tíu manns voru handteknir á rannsóknarstigi málsins. Sex af þeim sættu gæsluvarðhaldi og voru fimm þeirra, auk tveggja annarra ákærðir. Tollvörður, sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi, var ekki ákærður.



Tveir hinna ákærðu, bræðurnir Jónas og Jón Baldur Valdimarssynir, játuðu sök að hluta við þingfestingu. Hið sama á við um Símon Pál Jónsson. Þeir neita hins vegar allir að hafa skipulagt smyglið. Tveir litháískir karlmenn neituðu sök. Tveir ungir Íslendingar sem hlut áttu að máli játuðu sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×