Sport

Bjarni fékk nýjan andstæðing

Bjarni Kristjánsson.
Bjarni Kristjánsson. Mynd/Fésbókin
Fimm bardagamenn úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi í kvöld. Bjarni Kristjánsson er einn þeirra en hann er nú kominn með nýjan andstæðing. Bjarki Þór Pálsson, Diego Björn Valencia, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Ómarsson verða líka í eldlínunni í kvöld.

Andstæðingur Bjarna Kristjánssonar hætti við og Bjarni bað um breskan millivigtarmeistara. Hann er búinn að samþykkja bardagann við Bjarna en annars hefði íslenski víkingurinn farið í fýluferð.

Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti í kvöld en það eru Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson.  Bjarni og Bjarki Ómars eru að keppa sína fyrstu MMA bardaga en Bjarki Þór á tvo að baki og Diego og Magnús einn.

Bardagarnir verða sýndi beint niðrí Mjölni í kvöld og hefst útsendingin kl. 18:00.


Tengdar fréttir

Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra

Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×