Meistararnir misstigu sig en Blikar sluppu með skrekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2013 17:30 Mynd/Valli Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira