Sport

Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Mynd/Valli
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun  eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni.

Í umfjölluninni er farið lofssamlegum orðum um Gunnar og þar segir að hann sé eitt allra mesta efnið í UFC í dag enda enn bara 24 ára gamall. Gunnar þykir svalur, yfirvegaður og góður á fótunum og á að mati þeirra möguleika á því að eiga tíu ár eftir í sportinu haldi hann heilsu. Það er hægt að sjá umfjöllunina um Gunnar með því að smella hér.

Gunnar er reyndar þessa dagana að ná sér af hnémeiðslum sem kölluðu á aðgerð en hann varð þess vegna að draga sig út úr bardaga við Mike Pyle sem átti að vera í Las Vegas í lok þessa mánaðar. Vonandi verður íslenski víkingurinn kominn á fullt á nýjan leik þegar líður á sumarið.

Auk Gunnars er Íslandsvinurinn Conor McGregor frá Írlandi, einnig nefndur til leiks en hann er æfingafélagi Gunnars og hefur oft komið hingað til lands til að æfa og kenna í Mjölni. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er umboðsmaður þeirra beggja og sá um samninga þeirra við UFC sambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×