Sport

María bætti Íslandsmetið í Tékklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Kraft.is
María Guðsteinsdóttir, kraftlyftingakona úr Ármanni, hafnaði í 6. sæti í -72 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi í gær.

María hóf keppninai af krafti og átti mjög góða beygjuröð þar sem hún lyfti 170 kg, 177,5 kg og 182,5 kg sem er 17,5 kg bæting á hennar eigin íslandsmeti í flokknum.

Á bekknum endaði hún í 110,0 kg eftir að hafa misst 112,5 í síðustu tilraun. Í réttstöðunni þurfti hún tvær tilraunir með byrjunarþyngd en kláraði svo 172,5 kg í þriðju tilraun.

Samanlagt lyfti María því 465 kg sem er nýtt Íslandsmet og 7,5 kg persónuleg bæting í flokknum. Sigurvegari í flokknum var hin danska Annette Pedersen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×