Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 18:15 Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira