Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Hjörtur Hjartarson skrifar 20. apríl 2013 19:07 Efnin komu til landsins í pósti. Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira