Toyota heldur toppsæti sínu sem vinsælasti bílaframleiðandinn þrátt fyrir að sala hafi minnkaði í Japan og Kína miðað við í fyrra.
General Motors og Volkswagen sækja að risanum. Toyota seldi, á heimsvísu, rúmlega 2,4 milljónir farartækja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Keppinautarnir voru skammt undan; General Motors seldu rúmlega 2,3 milljónir farartækja og Volkswagen seldu tæplega 2,3 milljónir bíla.
Sala hjá Toyota dregst saman um 2,2 prósent meðan hún eykst hjá GM um 3,6 prósent og hjá Volkswagen um 5,1 prósent.
Toyota enn á toppnum
