Leika með rauðar reimar 24. apríl 2013 16:00 Nordic Photos / Getty Images Dagana 27. og 28. apríl fara fram fjórir úrslitaleikir í Lengjubikarnum. Úrslitaleikur A-deildar karla fer fram á laugardag á Samsung-vellinum í Garðabæ og úrslitaleikur A-deildar kvenna fer fram á sama stað á sunnudag. Á sunnudeginum fara jafnframt úrslitaleikir B- og C-deilda karla. Allir leikmenn í þeim liðum sem leika til úrslita þessa daga munu leika með rauðar reimar á sínum knattspyrnuskóm til stuðnings Special Olympics á Íslandi. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi, en alþjóðasamtök Special Olympics standa að verkefninu Laces Campaign, sem byggir á sölu á rauðum reimum með merki Special Olympics og er liður í alþjóðlegu verkefni. Fjölmörg íþróttalið og íþróttafólk úr hinum ýmsu greinum um allan heim hefur stutt verkefnið og tekur Special Olympics á Íslandi nú þátt í fyrsta sinn. Knattspyrnusamband Íslands hefur í fjölmörg ár stutt við starf Íþróttasambands fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, meðal annars vegna Íslandsleika Special Olympics og annarra verkefna sem tengjast knattspyrnu fyrir fólk með þroskahömlun. Þátttaka og stuðningur KSÍ og félaganna og leikmanna þeirra sem leika til úrslita í Lengjubikarnum við þetta verkefni eflir enn það samstarf. Það er knattspyrnuhreyfingunni ljúft og skylt að taka þátt og leikmönnum liðanna sönn ánægja að reima skóna sína með rauðum reimum af þessu tilefni. Special Olympics International (SOI) eru samtök stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968. Meginmarkmið SOI er að gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi þar sem allir keppa aðeins við sína jafningja. Skráðir iðkendur eru um 4 milljónir og stærstu verkefni eru alþjóðaleikar sem haldnir eru fjórða hvert ár. Þar hafa Íslendingar m.a. keppt í knattspyrnu ásamt fleiri greinum.Nánar um Special Olympics samtökin. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Dagana 27. og 28. apríl fara fram fjórir úrslitaleikir í Lengjubikarnum. Úrslitaleikur A-deildar karla fer fram á laugardag á Samsung-vellinum í Garðabæ og úrslitaleikur A-deildar kvenna fer fram á sama stað á sunnudag. Á sunnudeginum fara jafnframt úrslitaleikir B- og C-deilda karla. Allir leikmenn í þeim liðum sem leika til úrslita þessa daga munu leika með rauðar reimar á sínum knattspyrnuskóm til stuðnings Special Olympics á Íslandi. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi, en alþjóðasamtök Special Olympics standa að verkefninu Laces Campaign, sem byggir á sölu á rauðum reimum með merki Special Olympics og er liður í alþjóðlegu verkefni. Fjölmörg íþróttalið og íþróttafólk úr hinum ýmsu greinum um allan heim hefur stutt verkefnið og tekur Special Olympics á Íslandi nú þátt í fyrsta sinn. Knattspyrnusamband Íslands hefur í fjölmörg ár stutt við starf Íþróttasambands fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, meðal annars vegna Íslandsleika Special Olympics og annarra verkefna sem tengjast knattspyrnu fyrir fólk með þroskahömlun. Þátttaka og stuðningur KSÍ og félaganna og leikmanna þeirra sem leika til úrslita í Lengjubikarnum við þetta verkefni eflir enn það samstarf. Það er knattspyrnuhreyfingunni ljúft og skylt að taka þátt og leikmönnum liðanna sönn ánægja að reima skóna sína með rauðum reimum af þessu tilefni. Special Olympics International (SOI) eru samtök stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968. Meginmarkmið SOI er að gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi þar sem allir keppa aðeins við sína jafningja. Skráðir iðkendur eru um 4 milljónir og stærstu verkefni eru alþjóðaleikar sem haldnir eru fjórða hvert ár. Þar hafa Íslendingar m.a. keppt í knattspyrnu ásamt fleiri greinum.Nánar um Special Olympics samtökin.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira