Te'o ekki valinn í fyrstu umferðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 09:44 Mynd/AP Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira