Te'o ekki valinn í fyrstu umferðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 09:44 Mynd/AP Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo. NFL Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira
Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo.
NFL Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira