Riise hraunar yfir félaga sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 06:30 Riise í vænni klemmu á milli risans Brede Hangeland og Íslendinganna Arons Einars og Kára Árnasonar. Mynd/Vilhelm Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira
Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira